Student 60’s Swing penninn er fallega kremhvítur með ólívugrænni hettu og gylltum bryddingum.
Penninn er 132mm að lengd lokaður en 119mm opinn (159mm með hettunni áfastri) og vegur 31 gramm.
Oddurinn er gerður úr hágæða gullhúðuðu ryðfríu stáli. Hægt er að bæta auka oddi við kaupin og skipta út oddi á pennanum. Gyllt vasaklemma er áföst á pennanum.
Penninn rúmar staðlað, stórt blekhylki.
Kemur í fallegri gjafaöskju úr áli.