Betri undirskrift

Dagsetningar

Á þessari vef-vinnustofu verður farið í kjölinn á því hvað einkennir góðar undirskriftir og hvernig fólk geti bætt sína eigin.

Við munum skoða sérkenni góðra undirskrifta (m.a. ryþma þeirra, uppbyggingu og áherslumerki), og hvernig við getum tileinkað okkur þá þekkingu í eigin undirskrift.

Þá verður rýnt í undirskriftir þekktra einstaklinga svo sem Jóns Sigurðssonar, Britney Spears, Páls Óskars, Donald Trump ásamt fjölda annarra eftirminnilegra undirskrifta (góðum og minna góðum), þar sem uppbygging þeirra og sérkenni verða greind og skoðuð.

Vefvinnustofan er 60 mínútur að lengd og er kennt í HD útsendingargæðum frá þremur sjónarhornum í hljóði og mynd, í beinni útsendingu úr myndverinu okkar í Laugardalnum.

Þá verður rými til spurninga frá þátttakendum í lok fyrirlestrar.

Hlekkur á námskeiðið er sendur með tölvupósti þegar kaup hafa verið gerð.

Hægt er að kaupa Skriftarbók fyrir fullorðna með námskeiðinu á afsláttarkjörum, en einnig er hægt að bæta við einkatíma þar sem þú færð handleiðslu og ráðgjöf við vinnslu þinnar undirskriftar.

 

 

 • Vinnustofa 2.900 kr.

  60 mínútna vinnustofa í beinni á netinu

 • Vinnustofa + bók 4.900 kr.

  Vinnustofan og eintak af hinni sívinsælu Skriftarbók fyrir fullorðna

 • Vinnustofa + einkatími 9.900 kr.

  vinnustofan og 60 mínútna einkatími þar sem þú færð leiðbeiningar um þína undirskrift.

 • Vinnustofa + bók + einkatími 12.900 kr.

  Allt ofangreint

Hreinsa