námskeið - í beinni á netinu

Reykjavik Lettering hefur frá upphafi kappkostað við að bjóða upp á hágæða námskeið í skrautskrift og handletrun. Þannig byrjaði þetta allt saman.

Í kjölfar heimsfaraldursins söðluðum við um, og bjóðum nú námskeiðin okkar í beinni útsendingu í gegnum Zoom. 

Við höfum hvergi til sparað og eru námskeiðin send út í háskerpu útsendingargæðum; frá 3 sjónarhornum og í bestu mögulegu hljóðgæðum.