gæðablek frá diamine

Blekframleiðandinn Diamine hefur í yfir 150 ár verið leiðandi afl innan skriffæraheimsins, sem margir þekkja. Þau framleiða hágæða blek fyrir blekpenna, ásamt teikni- og skrautskriftarbleki í miklu úrvali.

Þau hafa skapað sér verðskuldað orðspor fyrir endingargott og vandað blek, ásamt að bjóða eitt stærsta litaúrval í heimi.

Reykjavik Lettering býður nú, í fyrsta skipti á Íslandi, þessi gæðablek í 11 mismunandi litum og eru margir fleiri væntanlegir.

gæðablek frá kaweco

Sumum finnst þægilegra að hafa blekið tilbúið notkunar í pennann sinn og því bjóðum við einnig veglegt úrval af tilbúnum blekhylkjum frá Kaweco.